*

Ferðalög & útivist 6. nóvember 2013

Furðulegustu ferðamannastaðirnir á einum stað

Hof byggt utan í fjallshlíð í Kína, bollakökuhraðbanki eða 360 ára gamalt kaffihús í London. Áhugaverð vefsíða fjallar um þetta allt og meira til.

Vefsíðan Atlas Obscura fjallar eingöngu um ferðamannastaði sem þykja furðulegir. Aðstandendur síðunnar segja að nú á dögum, í hinu mikla upplýsingaflæði, sé síðan kærkomin viðbót við vefsíður sem fjalla um ferðamannastaði. 

Skemmtilegir staðir á síðunni eru til dæmis yfirgefinn jólasveinagarður í Brasilíu eða heilsulind fyrir apa í Japan. 

Síðan er fjölbreytt og lifandi enda geta notendur skráð sig á hana, búið til sína síðu og stungið upp á furðulegum ferðamannastöðum eða gert óskalista yfir furðulegustu staðina. 

Stofnendur síðunnar eru vísindamaðurinn Josh Foer og Dylan Thuras kvikmyndatökumaður. Þeir óttuðust í fyrstu að ef til vill hefði umfjöllun á síðunni neikvæð áhrif á staðina en svo hefur ekki verið raunin. Oft á tíðum fá staðir, sem vakin er athygli á á síðunni, nefnilega aukið fjármagn sem fer í að varðveita þá eða til uppbygginginar. 

 The Guardian segir frá málinu á vefsíðu sinni hér. 

Stikkorð: Gaman  • Rugl  • Furðulegt