*

Menning & listir 13. febrúar 2014

Fyrirgefðu ehf. frumsýnt á morgun

Fyrirgefningin er í aðalhlutverki í nýju leikriti.

Málamyndahópurinn og Tjarnarbíó frumsýna nýtt íslenskt leikverk, Fyrirgefðu ehf., eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur á morgun. Í verkinu má heyra sögur byggðar á rúmlega sjötíu viðtölum sem Málamyndahópurinn tók við fólk á aldrinum 5-85 ára.

Afraksturinn er þverskurður af stórum og smáum fyrirgefningum úr íslenskum raunveruleika. Í tilkynningu frá Málamyndahópnum kemur fram að sýningin, Fyrirgefðu ehf., velti upp áleitnum spurningum um fyrirgefninguna í markaðsvæddum heimi.

Leikendur eru Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Víðir Guðmundsson og Þóra Karítas Árnadóttir. Frumsýningin er í Tjarnarbíói annað kvöld og hefst klukkan átta.

Stikkorð: Fyrirgefðu ehf