*

Bílar 4. júlí 2021

Fyrirtaks ferðabíl

Stóru japönsku bílaframleiðendurnir, að Nissan, Mazda og Honda undanskildum, hafa ekki veðjað á rafbílavæðinguna eins og evrópskir, kóreskir og nú bandarískir framleiðendur.

Guðjón Guðmundsson

Tengiltvinntæknin er beinn afkomandi tvinntækninnar; samspils brunahreyfils og rafmótors. Toyota er brautryðjandi tvinntækninnar. Sá fyrsti þeirrar gerðar sem var fjöldaframleiddur hét Prius og kom á markað 1997. Það var svo ekki fyrr en í fyrra sem Toyota braut odd af oflæti sínu og bauð sinn vinsæla RAV4 með tengiltvinnaflrás. 
En Toyota, umsvifamesti bílaframleiðandi heims, hefur dregið fæturna í framleiðslu hreinna rafbíla. Hefur haft efasemdir um að ökutæki eigi að burðast með sína eigin orkustöð í formi rafhlaða. Það er náttúrulega brjálæði til þess að hugsa að þegar skroppið er út í bakarí á Tesla S sé ávallt með í för batterí sem vegur yfir hálft tonn. En ekki verður hún sökuð um mengun í akstri.

Innkoma Toyota

Eins undarlegt og það má virðast er það af umhverfisástæðum sem Toyota hefur ekki framleitt hreina rafbíla. Fyrirtækið býr yfir framleiðslugetu á rafgeymum fyrir annaðhvort 28 þúsund rafbíla á ári eða 1,5 milljónir tvinnbíla. Með því að selja fremur 1,5 milljónir tvinnbíla á ári dregur Toyota úr koltvísýringslosun um þriðjung meira en ef öll framleiðslugetan færi í rafbíla. Þannig hefur altént Gerald Killmann, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Toyota í Evrópu, útskýrt dularfulla fjarveru stærsta bílaframleiðanda heims frá rafbílamarkaðnum. En í apríl síðastliðnum tilkynnti Toyota að fyrsti rafbíllinn, bZ4X, sem þróaður er í samstarfi við Subaru, kæmi á markað á miðju næsta ári. Fyrirtækið hyggst steypa sér á bólakaf í rafbílavæðinguna með því að kynna til viðbótar 15 nýja rafbíla fram til ársins 2025. 

Hálendingurinn

En þá að efni þessa pistils, sem er Toyota Highlander, stóri borgarjeppinn með 2,5 l bensínvélinni og rafmótornum, tvinnbíllinn. Sumir myndu kannski segja gamaldags tækni þótt hún hafi ekki komið fram fyrr en 1997. Svo hröð er þróunin. Frá fyrstu gerð hefur tvinnaflrásin líka þróast mikið og stuðlar að umtalsverðum orkusparnaði.
Highlander hefur lengi verið á markaði vestanhafs. Þar er hann flokkaður sem borgarjeppi í millistærð en hérna sem stór, sjö sæta borgarjeppi. Vestra er hann auðvitað boðinn með V6-bensínvél en líka í tvinnútfærslunni sem hér er til umfjöllunar. 

Ágæti rafbíla

Sá sem þetta skrifar hefur ekið þeim rafbílum sem eru á boðstólum hjá íslenskum bílainnflytjendum, að Tesla M og Y undanskildum. Rafbílavæðingin er framfaraspor, ekki síst í landi þar sem raforkuframleiðslan er græn. Óleyst vandamál er þó förgun rafgeymanna, sem virðist í miklum ólestri á heimsvísu ef marka má fróðlega úttekt nýlega í Bændablaðinu. Rafbílar eru líka iðulega mjög gefandi í akstri, með meiri hröðun en bensín- eða dísilknúnir bílar, hljóðlátari og hreinlátari. Og auðvitað ódýrari í rekstri og viðhaldi. Það er því allt sem mælir með rabílanotkun nema, enn sem komið er, innviðirnir. Þorrinn af þessum rafbílum hefur akstursdrægi á bilinu 200-300 km, sem er kjörið til notkunar í þéttbýlinu þar sem daglegur akstur er að jafnaði undir 20 km. Skortur á innviðum og akstursdrægi takmarkar þó notkunina og gerir langferðir seinfarnari vegna þess tíma sem tekur að endurhlaða. Við erum enn á þeim stað að hleðslustöðvar eru fáar en landið Fyrirtaks ferðabíll Fyrirtækið hyggst steypa sér á bólakaf í rafbílavæðinguna með því að kynna til viðbótar 15 nýja rafbíla fram til ársins 2025. 

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins um bíla. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Bílar  • Toyota