*

Bílar 18. júní 2012

Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Ford selur bílaflotann sinn

Michael Dingman var vann hjá Ford Motors í 21 ár. Hann seldi 50 bíla og neon skilti á uppboði fyrr í júní fyrir 1.300 milljónir.

Michael Dingman var framkvæmdastjóri hjá Ford Motors í 21 ár og er mikill bílaáhugamaður. Hann seldi um 50 bíla í sinni eigu á uppboði um þar síðustu helgi. Einnig seldi hann 1.000 neonskilti sem tengjast bílabransanum á einhvern hátt.

Allt seldist á uppboðinu og nam söluverð alls 9,88 miljónum dala, tæpum 1.300 milljónum króna. Dýrasti bíllinn seldist á 400 þúsund dali, 1936 árgerðin af Ford Custom blæjubíl.

Flestir bílarnir voru amerískir frá árunum 1930-1950 sem er uppáhaldstímabil Dingham. Einnig var að finna meðal gripanna Porsche 911 blæjubíl frá 1989.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dingham og myndir af flotanum.

Stikkorð: Ford  • Michael Dingman