*

Ferðalög & útivist 12. ágúst 2013

Fyrsta farrými fyrir þau heppnu

Sum flugfélög bjóða farþegum á fyrsta farrými upp á bílstjóra sem sækir þá heim að dyrum, svítu um borð og 50 kílóa hámark fyrir farangur.

Flugferð getur verið eins og svart og hvítt. Það fer eftir því hvar í vélinni þú situr. 

Til að pynta þau sem munu aldrei sjá dýrðina með berum augum sem fyrsta farrými er þá var The Telegraph svo tillitssamt að taka saman myndir af fyrsta farrými hjá flugfélögum um allan heim. Við vörum lúxuselskandi blankheitafólk við myndasafninu hér að ofan.

Auðvitað á ekki að birta þessar myndir opinberlega fyrir fólk sem þarf að troðast og þjást í almennu farrými með sætisbak nágrannans í enninu og hné í bakinu og varla vatnsdropi í boði fyrr en vagninn kemur ískrandi niður ganginn, þremur klukkustundum eftir flugtak. En það sagði enginn að þetta líf yrði réttlatt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Flug  • Lúxus  • Þægindi  • Elegans