*

Ferðalög & útivist 11. apríl 2013

Fyrsta Legoland hótelið opnar í Bandaríkjunum

Fyrsta Legoland hótelið opnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hótelið svíkur ekki. Risastór eldspúandi dreki tekur á móti gestum við innganginn.

Nýtt Legoland hótel opnaði um síðustu helgi í Kaliforníu en þess hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Hótelið er á þremur hæðum og er með 250 herbergi. Gizmodo.com segir frá á vefsíðu sinni. 

Hótelið er staðsett við hliðina á garðinum Carlsbad í Kaliforníu. Á hótelinu eru 3500 legómódel úr þremur milljónum legokubba. Módelin eru stórfengleg og líkjast listaverkum. Stór grænn dreki tekur á móti gestunum við innganginn en hann er búinn til úr 400 þúsund kubbum og tók 4000 klukkustundir að byggja hann.

Aðeins tvö önnur Legohótel eru til í heiminum, eitt í Windsor í Englandi og annað í Billund í Danmörku.

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hótel  • Kalifornía  • Lególand