*

Ferðalög 24. október 2013

Fyrsta nektarströndin opnar í Suður-Kóreu

Yfirvöld í Gangwon héraði ætla að opna nektarströnd árið 2017 í von um að fjölga ferðamönnum.

Fyrsta nektarströndin í Suður-Kóreu mun opna árið 2017. Það eru yfirvöld í Gangwon héraði sem stefna að því að opna ströndina í von um að laða að fleiri ferðamenn.

Strendur Gangwon héraðs eru á austurströnd landsins en vesturströnd landsins er vinsælli því þaðan koma ferðamenn frá höfuðborginni Seúl.

Hafið austan megin er kaldara en fyrir vestan. Einhverjir hafa spurt sig að því hvort kalt hafið, allsbert fólk og íhaldssamt þjóðfélag passi vel saman. Talsmaður ferðamála segir að nektarströndin sé liður í að markaðsetja austurströndina. Þar verður fjölskylduströnd, paraströnd, strönd fyrir gæludýrin og síðan nektarströndin.

CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag

Stikkorð: Suður-Kórea