*

Hitt og þetta 10. júlí 2013

Fyrsta skóflustungan tekin að rannsóknarsetri Samsung

Nýtt rannsóknarsetur Samsung mun rísa í Kísildal innan tíðar og stefnt er því að taka húsið í notkun 2015.

Samsung hyggst opnar nýtt rannsóknarsetur og var fyrsta skóflustungan tekin í morgun. Húsið mun rísa í Kísildalnum í Bandaríkjunum og stefnt er að því að opna húsið árið 2015.

Húsið verður 60.387 fermetrar og um 2000 starfsmenn munu starfa í setrinu. Húsinu, sem hannað er af NBBJ, hefur verið lýst sem ferhyrndri lagköku þar sem skrifstofurýmum og grænum svæðum er staflað hverju ofan á annað, en í miðri byggingunni er opinn garður. Við hlið setursins verður stjörnulöguð bygging sem hýsa mun torg og bílastæðahús.

Sjá nánar á Gizmodo.com

 

 

 

 

 

Stikkorð: Samsung  • Kísildalur