*

Bílar 25. desember 2016

Fyrsti atvinnubíllinn frá Fiat Professional

Ferða- og gistiþjónustufyrirtækið Hellishólar keypti Fiat Professional frá umboðsaðila Fiat á Íslandi, Ís-Band.

Ís-Band, umboðsaðili Fiat á Íslandi, hefur afhent fyrsta atvinnubílinn frá Fiat Professional. Bíllinn, sem er sendibifreið af gerðinni Fiat Doblo, var afhentur nýlega og er kaupandinn ferða- og gistiþjónustufyrirtækið Hellishólar.

Fiat Professional atvinnubílar eru eitt merkja undir Fiat Chrysler samsteypunni og eru fyrstu tegundirnar komnar í sölu hjá Ís-Band. Ásamt Fiat Doblo er Fiat Ducato einnig kominn í sölu. Fiat Ducato fagnar um þessar mundir 35 ára afmælinu sínu, en fyrsta eintakið kom á götuna 21. október árið 1981 og er hann nú söluhæsti bíllinn í sínum stærðarflokki í Evrópu.

Fiat Professional atvinnubílar eru boðnir með 5 ára ábyrgð og er það til marks um áreiðanleika og gæði Fiat Professional atvinnubílanna.

Stikkorð: Bílar  • Ís-Band  • Fiat Doblo