*

Bílar 24. mars 2016

Fyrsti bíll Borgward í 55 ár

Nýr sportjeppi frá Borgward hefur vakið athygli á bílasýningunni í Genf.

Borgward BX7 sportjeppinn vakti athygli margra á bílasýningunni í Genf á dögunum. Ekki síst fyrir þær sakir að þýski bílaframleiðandinn í Stuttgart hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðan árið 1961, eða í alls 55 ár. Þessi tímamótabíll er hinn laglegasti í hönnun og prýðilega útbúinn.

Undir húddinu er tveggja lítra vél sem skilar 221 hestafli og sportjeppinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 6 sekúndum. Sala á Borgward BX7 hefst í næsta mánuði en þetta er ekki eini bíllinn sem er á dagskrá hjá bílaframleiðandanum. 

Þýski bílaframleiðandinn hyggst einnig framleiða minni sportjeppa sem fær nafnið Borgward BX5. Fyrirtækið hefur einnig lýst því yfir að það hyggist framleiða tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl markaði í Mið-Evrópu.

Rafmagnsbíllinn á að hafa drægni uppá 250 kílómetra að sögn framleiðandans. Borgward fyrirtækið er nú fjármagnað með kínversku fé frá Beiqi Foton Motor sem frameliðir bíla í stórum stíl fyrir Kínamarkað og framleiðslan á BX7 fer einnig fram þar í landi. 

Stikkorð: Bílar  • Borgward  • Sportjeppi  • Jeppi