*

Veiði 1. júní 2019

Fyrsti lax sumarsins

Laxveiðitímabilið hófst formlega í morgun þegar veiðimenn renndu fyrir laxi við Urriðafoss í Þjórsá.

Trausti Hafliðason

Fyrsti lax sumarsins kom í land við Urriðafoss í Þjórsá í morgun. Stefán Sigurðsson veiddi laxinn, sem var . Þar með má segja að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Alls komu 12 laxar á land fyrir hádegi við Urriðafoss. Nú fara árnar að opna hver af annarri. Á þriðjudaginn, 4. júní, hefst veiði í Norðurá og Þverá og daginn eftir verður rennt fyrir laxi í Blöndu.

Einungis tvö ár eru síðan byrjað var að selja veiðileyfi í Urriðafoss en félagið Iceland Outfitters sér um sölu veiðileyfa þar. Óhætt er að segja að veiðin hafi verið frábær þessi tvö ár. Í fyrra veiddust til að mynda 1.330 laxar á fjórar stangir á svæðinu eða 330 laxar á stöng og sumarið 2017 veiddust 755 laxar á tvær stangir eða 378 laxar á stöng. 

Á myndinni er Stefán með syni sínum Matthíasi og eiginkonu sinni Hörpu Hlín Þórðardóttur. Stefán og Harpa Hlín eiga Iceland Outfitters. Þess má geta að Matthías, sonur þeirra, er efnilegur tónlistarmaður. Hann er bassaleikari hljómsveitarinnar Blóðmör, sem sigraði í Músíktilraunum í vetur.