*

Veiði 29. maí 2014

Fyrsti laxinn á land

Myndarlegur lax veiddist á silungasvæði Vatnsdalsár.

Myndarlegur lax veiddist í Flóðinu í Vatnsdal. Það var Hafliði Sigtryggur Magnússon sem veiddi laxinn en hann var að veiðum á silungasvæði Vatnsdalsár. Á vefnum Vötn og Veiði er greint frá því að þetta sé líklegast fyrsti laxinn sem veiðist í sumar. Hann sé myndarlegur og hafi hugsanlega verið um tíu pund. 

Laxinum var slepp aftur. Hafliði sagði í samtali við VoV að hann hefði fengið laxinn á rauðan Nobbler í Flóðinu, mjög nærri útfalli Vatnsdalsár. Um nýgenginn lax hafi verið að ræða.

Stikkorð: Veiði