*

Bílar 14. ágúst 2014

Fyrsti Lexus NX kominn af færibandinu

Nýr Lexus NX er væntanlegur hingað til lands í október samkvæmt upplýsingum frá Lexus Ísland.

Fyrsti Lexus NX smájeppinn rann af færibandinu í verksmiðju Lexus í Japan í vikubyrjun. Japanski bílaframleiðandinn, sem er lúxusarmur Toyota, hefur gefið smájeppanum nafnið NX en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus í flokki sportjeppa í millistærð.

Bíllinn hefur þegar vakið mikla athygli fyrir glæsilegt útlit og spennandi hönnun. Honum er ætlað að veita þýsku lúxusbílaframleiðendunum samkeppni og minni sportjeppum þeirra þ.e. Audi Q3, BMW X1 og Mercedes-Benz GLA.

Lítið hefur verið látið uppi um tæknilega hlið Lexus NX en þó hefur verið gefið upp að hann verði vel búinn og með búnað af nýjustu og fullkomnustu gerð. Hægt verður að velja milli þriggja mismunandi véla. Tvinnaflrás með bensínvél og rafmótor, 2ja lítra forþjappaða bensínvél og svo venjulega bensínvél.

Um er að ræða sömu aflrásir og í NX 300 bílnum nema 2ja lítra bensínvélin, hún er nýjung frá Lexus. Lexus NX er væntanlegur hingað til lands í október samkvæmt upplýsingum frá Lexus Ísland.

Stikkorð: Lexus