*

Bílar 24. maí 2012

Fyrsti Porsche Bill Gates á uppboði

Talinn fara á 6,3 til 8 milljónir króna á uppboðinu sem fer fram 2. júní í Vínarborg.

Uppboðshúsið Dorotheum mun bjóða upp Porsche 911, árgerð 1979, sem eitt sinn var í eigu Bill Gates. Talið er að hæstbjóðandi þurfi að reiða fram 39.000 til 50.000 evrum til að eignast gripinn. Það samsvarar um 6,3 til 8 milljónum króna.

Í frétt e24.no um málið kemur fram að talið sé Gates hafi keypt bílinn skömmu eftir að hann stofnaði Microsoft ásamt Paul Allen. Bíllinn var keyptur í Albuquerque í Nýju Mexíkó og á Gates að hafa fengið þrjár hraðasektir þegar hann keyrði bílinn aftur til Seattle. 

Gates seldi svo bílinn sem endaði í Austurríki þar sem hann er í dag. Bíllinn hefur nýlega verið endurbættur, meðal annars hefur 3,3 lítra vélin verið endurbyggð. Uppboðið fer fram 2. júní næst komandi í Vinarborg.

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er skráningarskírteini bílsins frá því að hann var í eigu Gates.