*

Bílar 8. ágúst 2020

Fyrsti rafbíll Cadillac

Fyrsti hreini rafbíll Cadillac verður sportjeppi sem ber heitið Lyriq.

Róbert Róbertsson

Cadillac Lyriq er enn á hugmyndastigi en General Motors, eigandi Cadillac merkisins, hefur tilkynnt að von sé á bílnum í framleiðslu árið 2020 og hann komi á markað strax í kjölfarið, annað hvort í lok árs 2020 eða byrjun 2023.

Lyriq verður með 100 kW rafhlöðu og á bíllinn að draga tæplega 500 km á rafmagninu samkvæmt upplýsingum frá GM. Sportjeppinn verður með afturhjóladrifi í grunnútgáfu en boðið verður upp á hann sem fjórhjóladrifsbíl í dýrari útfærslu. Hönnunin er sportleg og sígandi þaklínan að aftanverðu er í coupé stíl. Að innan mun bíllinn vera með risastórum 33 tommu LCD skjá en öðru leyti verður hann frekar mínimalískur í innanrýminu.

Lyriq er byggður á nýjum undirvagni sem er gerður sérstaklega með hreinan rafbíl í huga að sögn framleiðandans. Sportjeppinn mun nota nýja gerð rafhlöðu sem byggð er á næstu kynslóð Ultium tækni sem GM er með í vinnslu. Engar upplýsingar eru enn komnar um hestöfl, tog eða hámarkshraða bílsins.