*

Hleð spilara...
Bílar 29. september 2013

Fyrsti sjálfstýrði bíllinn?

Stjórnandi þróunarverkefnis hjá Mercedes Benz segir áratug í sjálfstýrða bíla.

Mercedes Benz sýndi sérstaka útgáfu af S bílnum á bílasýningunni í Frankfurt í september. Bíllinn er sjálfstýrður og hefur ekið 100 kílómetra leið frá Mannheim til Pforzheim.

Dr. Ralf Herrtwich stjórnandi verkefnisins hjá Mercedes Benz segir um áratug þangað til sjálfstýrður bílar verða að veruleika.

Fleiri bílarframleiðendur eru á sömu buxunum. Nissan/Renault samsteypan hefur til að mynda sagt að þeir muni fjöldaframleiða slíka bíla árið 2020.

Flókin vinna

Til þess að Benzinn kæmist þessa hundrað kílómetra leið þurfti að merkja nákvæmlega allt nágrennið vel því GPS kort eru ekki nægilega nákvæm. Hins vegar er búnaðurinn í bílnum nánast sá sami og hægt er að fá í S og E bílunum frá Benz í dag.

Leiðin engin tilviljun

Engin tilviljun er á leiðarvalinu. Eiginkona Karl Benz stal fyrsta bílnum sem framleiddur hafði verið í heiminum þá, og ók honum þessa leið til móður sinnar. Þetta var í ágúst 1888 eða nákvæmlega 125 árum áður en sjálfstýrði bíllinn fór sína fyrstu ferð sömu leið.

Stikkorð: Mercedes Benz  • Daimler