*

Bílar 13. september 2017

Fyrsti smájepplingurinn frá Kia

Á bílasýningunni í Frankfurt sem hófst í gær var frumsýndur fyrsti smájepplingurinn frá Kia, sem ber heitið Stonic.

Kia Stonic var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt sem hófst í gær. Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia og þykir hönnun bílsins vera djörf og nútímaleg.

Bíllinn er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu frístandandi snertiskjár sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn sem og alls konar afþreyingu með Bluetooth. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er D-laga sem gefur sportlegra yfirbragð.

Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI vélar sem skilar 120 hestöflum. Auk þess er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Allir Stonic bílarnar verða beinskiptir, 6 gír,a þangað til eftir mitt næsta ár. Meðal þæginda í Stonic má nefna snjalllykil sem ökumaður getur ræst bílinn með á einfaldan hátt með ræsirofanum. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara.

Stikkorð: Frankfurt  • Kia  • Bílasýning  • Stonic  • öryggisbúnaður  • snertiskjár