*

Bílar 2. febrúar 2015

Fyrstu e-Golf bílarnir á götuna

Fyrirtækið Reykjafell fékk fyrstu tvo e-Golf bílana afhenta á dögunum.

Á dögunum voru fyrstu rafmögnuðu e-Golf bílarnir afhentir nýjum eigendum sínum en það var fyrirtækið Reykjafell sem fékk fyrstu tvo bílana. Bílsins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, sérstaklega á mörkuðum þar sem raforkuverð er lágt og skattaívilnanir fylgja kaupum á rafbílum. Nú þegar hafa selst um 4.000 e-Golf í Noregi frá því bíllinn kom á markað um mitt síðasta ár.

Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss.

Akstursdrægni bílsins er allt að 190km, og hentar hann því akstursþörfum flests fólks, enda er meðalakstur Íslendinga undir 40 km á dag.

Stikkorð: Hekla  • Volkswagen e-Golf  • Reykjafell