*

Bílar 18. mars 2013

Fyrstu góðu njósnamyndirnar af nýjum Mercedes Benz S

Þýski bílaframleiðandinn hefur ekkert gefið upp um hvenær bíllinn verður frumsýndur.

Loks geta bílaáhugamenn séð hvernig nýr Mercedes Benz S lítur út. Birst hafa fjölmargar myndir af bílnum í felubúning en nú hafa náðst myndir af bílnum í réttu ljósi. Bíllinn er klassískur í útliti eins og þeirra í Stuttgart var von og vísa.

Sumir bílafréttamenn töldu víst að bylting yrði á S línunni og nýr bíll yrði byggður á F700 Concept bílnum. Þó sjá má að svolítið hefur verið tekið frá tilraunabílnum er bíllinn eðlileg þróun á eldri S bílnum.

Margir bjuggust við að bíllinn yrði frumsýndur í Genf í byjun þessa mánaðar. Næst á dagskránni er bílasýningin í New York og því spurning hvort hann verði ekki sýndur vestanhafs. Það kemur vafalaust fljótlega í ljós.

Hér má sjá fleiri myndir af bílnum.

Hér má sjá afturendann á bílnum. Hann minnir nokkuð á C línuna á þessari mynd.

F700 tilraunabíllinn hefði verið alltof stór stökk fyrir íhaldsama hönnuði Mercedes Benz í Stuttgart.