*

Bílar 5. janúar 2016

Fyrstu myndir af nýjum Mercedes Benz E-Class

Myndir af nýja lúxusbílnum láku á netið í gærkvöldi en hann líkist S-Class.

Nýr Mercedes-Benz E-Class verður frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í næstu viku. Í gærkvöldi láku myndir af bílnum til bílablaða. 

Nýr E-Class líkist C og S bílunum mikið. Hann er með sömu bogadregnu línurnar en líklegt er að hann komi með tveimur útgáfum af framendum, rétt eins og C bíllinn. E-Class stækkar nokkuð milli kynslóða.

Að innan minnir bíllinn mjög á S bílinn. Hann er með sama stóra skjáinn og allur frágangur með svipuðum hætti. 

Hörð samkeppni er í þessum stærðarflokki lúxusbíla. Volvo mun einnig frumsýna nýjan S90 í Detroit.

Skjárinn er eins og í S bílnum en skiptingin og útvarpið er líkara því sem gerist í nýjustu bílum Benz.

Farþegar í aftursætum fá meira fótapláss en í eldri kynslóð.

Stikkorð: Mercedes Benz  • E-Class