
Pebble snjallsímaúrin fóru í dreifingu í gær, 24. janúar. Fyrstu einstaklingarnir sem fá þessi úr í hendurnar eru þeir sem studdu við bakið á þróun á þeim á síðunni Kickstarter. Greint er frá þessu á vefsíðunni simon.is.
Myndband, þar sem hönnuðir og framleiðendur Pebble úranna óskuðu eftir fjárfestum á Kickstarter, sló í gegn í fyrra og náðu aðstandendurnir að safna tæpum 10,3 milljónum dala, andvirði um 1.3 milljörðum króna.
Framleiðslugetan er núna í kringum eitt þúsund armbandsúr á dag og verður hún aukin í um 2.400 úr á næstu dögum. Í frétt simon.is segir að líða muni nokkrir mánuðir áður en fyllt verður upp í allar fyrirliggjandi pantanir og því nokkur bið eftir eintaki ef pantað er í dag.