*

Bílar 18. júní 2020

Fyrstu tengiltvinnbílar Jeep í forsölu

Forsala er hafin á fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep hjá ÍSBAND Jeep umboðinu í Mosfellsbæ.

Forsala er hafin á fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep hjá ÍSBAND Jeep umboðinu í Mosfellsbæ.

Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og "S" og síðan Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu. Tengiltvinnvélin í Jeep Compass Limited samanstendur af bensínvél og rafmótor með forþjöppu sem skilar 190 hestöflum, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni allt að 50km og meðaleyðslu upp á 1,9 lítra á hundraðið. Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk skilar tengiltvinnvélinn 240 hestöflum og er með drægni allt að 50km og meðaleyðslu 2 lítra á hundraðið. Eldsneytiseyðsla og drægni miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda (NEDC). Hámarkshraði Jeep þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130 km/klst.

Áætluð afhending bílanna er í október n.k. og eru þeir hlaðnir búnaði s.s. alvöru fjórhjóladrif með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél og rafdrifin leðursæti (Compass). Þá er í bílunum rafdrifinn afturhleri (Compass), lykillaust aðgengi og ræsing, hiti í stýri og framsætum, 8,4 tommu upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð ofl.