*

Bílar 19. febrúar 2012

G jeppinn í 33 ár

Mercedes Benz G var upphaflega herjeppi en er nú einn eftirsóttasti lúxusjeppi heims.

Framleiðsla á Mercedes Benz G jeppanum hófst í febrúar 1979 og fagnar Daimler Benz því 33 ára afmæli hans í ár. Jeppinn var hannaður sem herjeppi en varð strax vinsæll til annarra nota.

Yfir 200 þúsund jeppar hafa verið framleiddir í mismunandi útgáfum. Á bilinu 4-6000 jeppar er framleiddir á ári í verksmiðju Puch í Graz í Austurríki. Jeppinn verður að minnsta kosti framleiddur til ársins 2015 og hefur enginn Mercedes Benz verður framleiddur eins lengi.

Páfinn í Róm fékk sérstaka útgáfu af jeppanum árið 1980. Einnig varð G vinsæll sem meðal lögreglu, slökkviliðs og björgunarmanna. Síðar varð G eftirsóttur af efnameira fólki, enda þykir hann fallegur þrátt fyrir sérstakt og kassalaga útlit.

Jeppinn var fyrst seldur í Bandaríkjunum árið 2002 þegar gerðar voru breytingar á jeppanum til að mæta bandarískum reglum. Grár markaður hafði reyndar myndast upp úr 1980 með jeppann vestanhafs. Bílar voru fluttir frá Evrópu, breytt á kostnaðarsaman hátt í samræmi við reglurnar og seldir til fjársterkra kaupenda.

G stendur fyrir Geländewagen sem þýðir jeppi á þýsku. Jeppinn meðal fárra fjöldaframleiddra bíla sem eru handsmíðaðir.

Fyrstu gerðirnar af G jeppanum frá 1979. (Myndirnar stækka ef smellt er á þær)


Litlar breytingar hafa verið gerðar á útltiti G jeppans.  Þessi útgáfa er frá því herrans ári 2007.

 

Páfinn í Róm í bíl nr. 1 í Vatikanínu (Stato della Città del Vaticano-SCV). Páfinn á von á nýjum bíl frá Mercedes sem verður byggður á M jeppanum.

Þýskur lögreglubíll frá 1980.

Lengd útgáfa.

Þessi bíll sigraði Paris Dakar rallýið árið 1983.

Jeppinn er einn fárra handsmíðaðra bíla sem eru fjöldaframleiddir í heiminum í dag.