*

Bílar 11. apríl 2012

G jeppinn fær andlitslyftingu

Jeppinn er mikið breyttur að innan en ytra útliti hefur aðeins verið lítillega breytt.

Mercedes Benz kynnti í dag talsvert breyttan G jeppa. Jeppinn hefur verið verið framleiddur frá 1979 og hefur lítið breyst í útliti.

Það ætti því að koma fáum á óvart að útlitsbreytingar eru litlar. Þær helstu eru þær að ný LED ljós hafa verið sett fyrir neðan aðalljós og speglum hefur verið breytt. Einnig hefur grilli á AMG útgáfunni verið breytt.

Miklar breytingu er hins vegar að finna inni í jeppanum. Mælaborðið og stýri hefur verið hannað frá grunni.

Ódýrasta gerðin af bílnum er G 350 BlueTEC dísilvél sem eyðir 11,2 lítrum á hundraði í blönduðum akstri. Slíkur bíll kostar 85 þúsund evrur í Þýskalandi. Líklegt er að hann kosti um 25-28 milljónir nýr á Íslandi. Dýrasta gerðin G 65 AMG kostar 264 þúsund evrur eða litlar 43 milljónir króna. Líklegt er að verðið sé tvöfalt hærra þegar bíllinn hefur farið í gegnum tollhliðið í Sundahöfn.

Hér má sjá umfjöllun um G jeppann sem hefur verið framleiddur í 33 ár.

 

Breytingin á framendanum er ekki mikil eins og sést.

Bílar fara í stúdíó eins og önnur módel. Þessi er af G 350 BlueTEC. 

Á þessari mynd sjást nýju ljósin betur.

Jeppinn er mikið breyttur að innan og er í takt við aðrar nýjar gerðir frá Mercedes Benz.

Sæti og hurðarspjöld eru lítið breytt.

Mælaborðið er nýtt og aksturtölvan ný.

Takkarnir fyrir drif eru á sama stað og áður. Útlitinu og áferðinni hefur breytt í samræmi við annað í mælaborðinu.

Spegillinn er mikið breyttur og útsýnið betra.

Stikkorð: Mercedes Benz G