*

Menning & listir 18. apríl 2014

Gabriel García Márquez látinn

Kólumbíski rithöfundurinn Gabriel García Márquez lést í gær 87 ára að aldri

Kólumbíski rithöfundurinn Gabriel García Márquez lést á heimili sínu í Mexíkóborg í gær. Hann var 87 ára gamall. Márquez hóf feril sinn sem blaðamaður en varð fyrst þekktur sem rithöfundur m.a. fyrir skáldsöguna Hundrað ára einsemd sem kom út árið 1967. Hann var þekktur fyrir að beita töfraraunsæi í verkum sínum og árið 1982 hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels.

Mörg verk eftir Márquez hafa verið þýdd yfir á Íslensku, flest af Guðbergi Bergssyni. Þar má telja áðurnefnda Hundrað ára einsemd, Ástin á tímum kólerunnar og Hershöfðingjann í völundarhúsi sínu.