*

Matur og vín 12. apríl 2014

Gæðavín lækka í verði

Vínvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í lok janúar fyrir fjórum árum.

Vínáhugamenn hafa uppskorið kærkomna verðhjöðnun í gæðavínum eins og sjá má af þróun vínvísitölunnar Liv-Ex. Vísitalan náði hámarki sumarið 2011 þegar hún stóð í 365 stigum, en í marslok í ár var vísitalan komin í 249 stig og hefur því lækkað um tæp 32% á þessu tímabili.

Hefur vísitalan ekki verið lægri frá því í janúarlok 2010 þegar hún var 246 stig. Liv-Ex vísitalan mælir verð á hundrað eftirsóttum vínum sem virkur eftirmarkaður er með. Vísitalan er reiknuð mánaðarlega.

Stikkorð: Vín  • Vínvísitalan