*

Veiði 21. ágúst 2015

Gæsaveiðitímabilið hafið

Fjöldi veiðimanna mun líkast til halda til veiða um helgina.

Veiðar á heiðagæsum og grágæsum hófust í gær. Fjöldi veiðimanna mun því líkast til halda til veiða um helgina, þó að sumir kjósi að bíða þar til andaveiðarnar hefjast 1. september næstkomandi.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun eru veiðimenn minntir á að veiðar á ófleygum fuglum eru óheimilar, en vegna þess hve slæmt veður var víða á landinu í vor er viðbúið að varpi hafi seinkað á sumum svæðum. Þá er veiðunum seinkað lítillega á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, eða til 1. september.

Veiðitímabilið stendur yfir til 15. mars næstkomandi.