*

Menning & listir 13. janúar 2020

Gæti hreppt Óskarinn fyrst Íslendinga

Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Þegar hlotið Golden Globe verðlaun.

Íslenska tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir hefur fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum.

Er Hildur tilnefnd í flokki upprunalegra laga, en hinir fjórir sem keppa um að hljóta Óskarinn í þessum flokki eru Alexandre Desplat fyrir tónlist í Little Women, Randy Newman fyrir tónlistina í Marrage Story, Thomas Newman fyrir tónistina í 1917 og John Williams fyrir tónlistina í Star Wars: The Rise of the Skywalker.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur Hildur þegar hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir tónlist sína, þar á meðal Golden Globe verðlaunin og má segja að hún sé í fremstu röð tónlistarfólks í heiminum af sinni kynslóð.