*

Sport & peningar 24. janúar 2016

Gaf frá sér risabónus

Leikmaður í ameríska fótboltanum tók ekki þátt í lokaleik liðs síns og varð því af hárri fjárhæð.

Sean Lee, varnarmaður Dallas Cowboys, kaus að taka ekki þátt í lokaleik liðsins á NFL tímabilinu og fór hann þannig á mis við tveggja milljóna dollara bónus sem hefði nánast tvöfaldað árslaun hans. Lee þurfti að taka þátt í 80% varnarleikja liðsins til að fá bónusinn en með því að sleppa lokaleiknum uppfyllti hann ekki það skilyrði.

„Það var mín ákvörðun að spila ekki. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu standi til að hjálpa liðinu. Ef ég hefði fengið nokkra daga í viðbót hefði ég kannski getað spilað,“ sagði Lee, sem vildi ekki vanvirða þjálfara sína og liðsfélaga með því að spila án þess að vera alveg heill heilsu.

Stikkorð: NFL  • Dallas Cowboys