*

Bílar 23. nóvember 2017

Galdurinn að reynsluaka sem flestum

Fjórir nýir Volkswagen bílar frumsýndir.

Á dögunum frumsýndi Volkswagen fjóra nýja en einstaklega ólíka bíla; smábílinn Polo, lúxusbílinn Arteon, fjölskyldubílinn Tiguan Allspace og sendibílinn Crafter. Jóhann Ingi Magnússon hjá Volkswagen var ánægður með daginn og var sjálfur á leiðinni á smá rúnt á Arteon þegar náðist tal af honum. 

Jóhann segir mikinn kraft í bílasölu þessa dagana. Hann segir að Polo hafi rétt náð til landsins í tæka tíð eða aðeins degi fyrir frumsýninguna en spenna hafi ríkt fyrir öllum fjórum bílunum sem hafa allir sterk karaktereinkenni. Galdurinn við val á nýjum bíl segir hann vera að reynsluaka sem flestum bílum enda finni maður fljótt hvað maður vill þegar maður prófar.

Eins og áður segir voru fjórir nýir Volkswagen bílar frumsýndir. Sportlegur Polo sem er sjötta kynslóð af þessum skemmtilega smábíl sem á 42 ára afmæli um þessar mundir. Hann hefur stækkað töluvert í gegnum tíðina og er nú betri en áður, fallegri og skemmtilegri. Fyrir fjölskylduna hentar Tiguan Allspace sérstaklega vel en hann er ný og stærri útgáfa af jeppanum sívinsæla Tiguan og hægt er að fá hann sjö manna. Crafter var valinn sendibíll ársins og hefur vel tekist upp með aksturseiginleika sendibílsins sem er lipur, snarpur og góður í akstri, svo er rýmið afar skemmtilegt og hægt að fá í mörgum útfærslum. Loksins er það lúxusbíllinn Arteon sem heillar við fyrstu sýn með snörpum og töffaralegum línum en við akstur kemur í ljós sérstaklega skemmtilegur bíll, vel einangraður og kraftmikill.

„Frumsýningarstjörnurnar fjórar eru mjög ólíkir bílar og laða því að sér ólíkan hóp af fólki. Við vorum mjög ánægð með mætingu á frumsýningardaginn og fór hún fram úr væntingum. Við hvetjum fólk til að líta við og reynsluaka bílunum hjá okkur en ekkert jafnast á við reynsluakstur þegar maður er að velta fyrir sér bílakaupum. Mig langar líka að benda fólki á að prófa aðstoðarkerfin sem í boði eru en þau geta aukið þægindi í akstri töluvert. Svo fylgir Car Net appið mörgum Volkswagen bílum og þú getur til að mynda losnað við að fara inn í kaldan bíl á morgnana því í gegnum appið getur þú kveikt á bílnum og tímastillt upphitun,“ segir Jóhann að lokum.

Eins og sjá má var margt var um manninn á frumsýningunni: