*

Tíska og hönnun 1. desember 2017

Galdurinn á bak við útlit Meghan Markle

Meghan Markle sat fyrir á forsíðu Vanity Fair.

Suits leikkonan Meghan Markle er án efa umtalaðasta kona vikunnar eftir að tilkynnt var um trúlofun hennar og Harry bretaprins. Markle er afar hæfileikarík og falleg kona og mikil tískufyrirmynd fyrir marga enda með fágaðan og flottan stíl sem tekið er eftir. 

Í síðasta mánuði sat Meghan fyrir á forsíðu tímaritsins Vanity Fair og vakti mikla athygli fyrir náttúrulegt og ferskt útlit sitt.
Mikil áhersla var lögð á látlausa húð og eins og sjá má fengu freknur Meghan að skína í gegn. 
Förðunin fyrir myndartökuna var eftir hina einu sönnu Mary Greenwell en hún sá einnig um förðun Díönu prinsessu þegar hún sat fyrir Vanity Fair árið 1991. Förðunin var látlaus og svipaði til þeirrar sem Díana skartaði 1991. Það var snyrtivöru risinn Channel sem sá um förðunina en www.box12.is fjallaði um málið. 

Vörur sem notaðar voru:

  • Chanel Joues Contraste Powder Blush (Meghan notaði litinn 280 Golden Sun)
  • Chanel Sublimage Le Teint Foundation (Meghan notaði litinn 22 Beige Rose)
  • Chanel Les Beiges Healthy Glow Foundation (Meghan notaði N.60)
  • Chanel Le Volume de Chanel Mascara (Meghan notaði10 Noir)
  • Chanel Le Rouge Crayon de Couleur (Meghan notaði 9 Beige Rose)
  • Chanel Les Beiges Eyeshadow Palette
  • Chanel La Palette Sourcils de Chanel (Meghan notaði 50 Brun)

Leikkonan glæsileg á forsíðunni.