*

Bílar 8. ágúst 2019

Galli í nýjum bílum

Nýjustu og vinsælustu bílar Bretlands eru í mikilli hættu á að verða stolnir sökum galla í hugbúnaðinum sem opnar bílinn.

Nýjustu og vinsælustu bílar Bretlands eru í mikilli hættu á að verða stolnir sökum galla í hugbúnaðinum sem opnar bílinn. Frá þessu er greint á vef BBC.

Bílatímaritið What Car? prófaði sjö mismunandi bílategundir og í ljós kom að unnt var að stela bílategundunum A DS 3 Crossback og Audi TT RS á tíu sekúndum. Tegundinni Land Rover Discovery Sprt TD4 180 HSE var hægt að stela á 30 sekúndum.

Bílaþjófnaðir í Englandi og Wales hafa ekki verið fleiri í átta ár en á síðasta ári voru þjófnaðirnir fleiri en 106.000.

Samtök tryggingafyrirtækja í Bretlandi segja að ein af ástæðunum fyrir þessari miklu fjölgun bílaþjófnaða sé þessi galli í hugbúnaði margra bíla.