*

Matur og vín 4. nóvember 2012

Game of Thrones uppskriftabók

Uppskriftirnar eru byggðar á gömlum uppskriftum en þó fylgja nútímalegri útfærslur af uppskriftunum.

Þáttaröðin Game of Thrones hefur slegið í gegn hér á landi sem annars staðar, en þættirnir eru byggðir á bókaröðinni A Song of Ice and Fire eftir George W. W. Martin. Matur leikur gríðarstórt hlutverk í bókunum og voru þær innblástur uppskriftabókarinnar A Feast of Ice and Fire eftir Chelsea Monroe-Cassel og Sariann Lehrer.

Uppskriftirnar heita allar eftir réttum sem nefndir eru í bókunum og eru byggðar á gömlum uppskriftum frá miðöldum. Venjulega fylgir þó einnig með nútímalegri útfærsla af uppskriftinni, því smekkur fólks hefur breyst nokkuð í gegnum aldirnar.

Stikkorð: Game of Thrones