*

Híbýli 30. september 2020

Gamli Bond vill 14 milljarða fyrir húsið

Pierce Brosnan hefur sett húsið sitt á sölu fyrir fjórtán milljarða króna en hann vill búa á Hawaii.

Leikarinn Pierce Brosnan, sem var fimmti James Bond leikarinn, hefur nú sett húsið sitt á sölu fyrir 100 milljónir Bandaríkjadali, andvirði 13,9 milljarða króna. Það tók um áratug að hanna og byggja húsið og inniheldur það meðal annars sjö arna og rækt.

Brosnan fékk innblástur af gerð hússins þegar tökur stóðu á myndinni Tomorrow Never Dies í Indlandi og hefur hann og fjölskyldan hans búið þarna síðan snemma á níunda áratugnum. Nú hefur Brosnan flutt til Malibu á Hawaii. Hægt er að sjá myndir af 14 milljarða húsinu á vef WSJ.

Brosnan fjölskyldan hyggst þó ekki ætla að yfirgefa Kaliforníu-fylki fyrir fullt og allt. Brosnan hefur sagt að það komi til greina að kaupa nýtt hús í Santa Barbara en auk þess keyptu hjónin hús fyrir syni sína í Kaliforníu. Húsið kostaði þrjár milljónir dollara, andvirði 417 milljónir króna.

Stikkorð: Brosnan  • Pierce