*

Hleð spilara...
Bílar 5. september 2013

Gamlir glæsibílar vöktu athygli

Mercedes Benz-klúbburinn fagnar tíu ára afmæli á árinu.

Gamlir og glæsilegir bílar vöktu mikla athygli á afmælissýningu Mercedes Benz-klúbbsins um síðustu helgi sem haldin var í bílaumboðinu Öskju.

Bílarnir voru frá ýmsum tímum. Þar á meðal var njósnabíllinn Mercedes Benz 290B árgerð 1937 sem Werner Gerlach, ræðismaður Þýskalands á Íslandi, notaði þegar hann bjó hér.

Þarna má einnig finna fallegan fyrstu kynslóðarinnar af SL, SL 190 árgerð 1958, og tveggja dyra Mercedes Benz 220S Coupé árgerð 1957.

Hér má sjá nokkra af bílunum á sýningunni. Auk þeirra má sjá nokkra af nýjustu bílunum á markaðnum.

 

 

Mercedes Benz 220S Coupé árgerð 1957.

Mercedes Benz 240 E, árgerð 1975. 

Tveir E bílar, næst yngsta og þriðja yngsta kynslóðin. 

Stikkorð: Mercedes Benz