*

Menning & listir 10. febrúar 2013

Gamlir meistarar arðbærir

Á uppboðum erlendis á verkum gamalla meistara fóru listaverk fyrir tugi milljóna dala.

Uppboð voru haldin í síðustu viku á listaverkum „gömlu meistaranna“ (verk gerð fyrir 1800) hjá Sotheby’s og Christie’s, en síðarnefnda uppboðshúsið hafði betur og seldi málverk og teikningar fyrir tæpar 80 milljónir bandaríkjadala.

Þetta er hins vegar langt frá þeim upphæðum sem fengust fyrir samtímalist (verk gerð eftir seinni heimsstyrjöldina) á nóvemberuppboðum stærstu húsanna en þá seldust slík verk í heildina fyrir tæpan milljarð bandaríkjadollara. Í þessu sambandi er þó vert að hafa í huga að mörg verðmætustu verk gömlu meistaranna eru nú þegar á söfnum og þess vegna takmarkað framboð þessara verka.

Stikkorð: Uppboð  • Listaverk