*

Hitt og þetta 21. febrúar 2005

Gartner gagnrýnir Microsoft

Greiningafyrirtækið Gartner gagnrýnir Microsoft í skýrslu og segir fyrirtækið reyna að neyða viðskiptavini til að kaupa uppfærslur á nýjasta hugbúnaði með því að neita að tryggja viðunandi öryggi í eldri útgáfum. Samkvæmt frétt VNUNET telur Gartner að nýlegar tilkynningar Microsoft varðandi öryggismál sýni að fyrirtækið hafi misst af því tækifæri að útskýra aðferðir sínar á þessum markaði.

Bent er á að Microsoft hafi einskorðað Internet Explorer 7.0 vafrann við XP stýrikerfið og það sé vísbending um að Microsoft ætli að neyða notendur eldri stýrikerfa til að uppfæra þau vilji þeir aukið öryggi eins og heitið er með nýja vafranum.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.