*

Hitt og þetta 22. desember 2004

Gartner varar við nýjum leitarvélum

Ráðgjafafyrirtækið Gartner varar við notkun fyrstu kynslóðar nýrra leitarvéla sem leita að efni á hörðum diskum tölva eins og frá Google, Microsoft og fleirum. Á dögunum kom í ljós alvarlegur galli í Google Desktop Search og þótt brugðist hafi verið skjótt við og gallinn lagfærður endurtóku ráðgjafar Gartner viðvaranir til forráðamanna fyrirtækja að fara gætilega í notkun nýju leitarvélanna.

Þeir segja að síðar meir kunni leitarvélarnar að henta stórfyrirtækjum en frumútgáfurnar uppfylli ekki öryggiskröfur og stjórnendur öryggismála í fyrirtækjum ættu að letja til notkunar þeirra.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.