*

Tíska og hönnun 27. apríl 2020

Gates hjónin kaupa sex milljarða villu

Bill og Melinda Gates hafa fest kaup á 43 milljóna dollara, jafnvirði um 6 milljarða króna strandvillu við San Diego.

Bill og Melinda Gates hafa fest kaup á 43 milljóna dollara, jafnvirði um 6 milljarða króna, strandvillu nærri San Diego í Bandaríkjunum. 

Sex svefnherbergi eru í húsinu sem er 539 fermetrar. Þar má finna tíu manna heitan pott  arineld og sundlaug.

Húsið var í eigu Madeleine Pickens. Hún er harður stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hefur tekið þátt í að afla fé í kosningasjóði Trump. Pickens óskaði nýjum eigendum húsins alls hins besta í samtali við WSJ.

Aðalheimili Gates hjónanna er í Medina í Washington ríki í Bandaríkjunum, skammt frá höfuðstöðvum Microsoft. Árið 2014 keyptu þau hestabúgarð af líkamsræktargúrúinu Jenny Craig á 18 milljóna dollara, jafnvirði um 2,6 milljarða króna.

Gates hjónin hafa látið að sér kveða að undanförnu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Þau hafa hvatt ríki heimsins til að vinna betur saman og gera meira til að hefta útbreiðslu veirunnar.