*

Hitt og þetta 25. júlí 2018

GDPR við svefnvandamálum

Hugleiðslusmáforritið Calm hefur bætt við lestri á 57,509 orða GDPR löggjöfinni inn í safnið sitt af sögum fyrir svefninn.

Hugleiðslu smáforritið Calm hefur bætt við lestri á 57,509 orða GDPR löggjöfinni inn í safnið sitt af sögum fyrir svefninn. Stjórnendur fyrirtækisins eru bjartsýnir á að þetta muni hjálpa fólki sem glímir við svefnvandamál og að stutt hlustun á hljóðupptökuna muni gagnast jafnvel þeim sem glíma við alvarleg svefnvandamál. 

„Þessari nýju löggjöf er ætlað að vera spennandi en staðreyndin er sú að hún getur svæft fíl,“ skrifuðu stjórnendur Calm á heimasíðu síðunnar. 

Þessi nýja uppfærsla kallast: „Einu sinni var GDPR“ og býður hlustendum að leggjast út af, slappa af og líða út af við hljóm nýju reglugerðarinnar. 

Hljóðupptakan er samtals fjörtíu mínútur af þurrum upplestri og eftir þann tíma er nánast útilokað að þú sért enn vakandi að mati Calm.