*

Tölvur & tækni 23. febrúar 2016

Gefa Gunjack með Gear VR

Oculus gefa sýndarveruleikatölvuleik CCP með fyrstu Samsung Galaxy S7 símunum.

Karl Ó. Hallbjörnsson

Samsung kynntu nýjan Galaxy S7 snjallsíma sinn á fjarskiptaráðstefnunni í Barcelona. Með fyrstu símunum sem hægt er að forpanta fylgir eintak af Samsung Gear VR sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins, sem unnin eru í samvinnu við Oculus.

Þá fylgir einnig með tölvuleikjapakki sérsniðinn að sýndarveruleikagleraugunum. Hver og einn notandi fær sex tölvuleiki, en það eru þrí mismunandi pakkar sem hægt er að fá. Í einum þessarra þriggja pakka verður Gunjack, tölvuleikur CCP.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður er EVE: Gunjack tölvuleikur úr smiðju CCP. Í honum stýrir maður geimskipi og skýtur önnur geimskip og aðskotahluti.

Ljóst er að Gunjack fær þar með dágóða dreifingu og þetta mun að öllum líkindum koma sér ansi vel fyrir íslenska tölvuleikjaframleiðandann, sem þegar hefur gefið út fjölspilunarleikinn geysivinsæla Eve Online.

Stikkorð: Samsung  • CCP  • Gunjack