*

Hleð spilara...
Bílar 24. janúar 2014

Bíllinn gefur bílstjóranum einkunn

Reynsluakstur á 560 hestafla nýtísku Scania dráttarbíl.

Haraldur Guðjónsson ljósmyndari og tökumaður Viðskiptablaðsins og fyrrverandi atvinnubílstjóri reynsluók splunkunýjum Scania dráttarbíl sem er í eigu IB véla.  Þessi 560 hestafla bíll er hlaðinn tækninýjungum og þægindum.

Bíllinn er af gerðinni Scania R 560 og er 26 tonna dráttarbíll. Hann verður notaður í flutningum á milli Reykjavíkur og Austurlands. Ökumannshús bílsins er vel útbúið með svefnplássi, ísskáp, örbylgjuofni og fleiri þægindum. 

Stikkorð: Scania