*

Menning & listir 9. desember 2013

Óvenjulegt hús í Hiroshima

Þegar hús standa þröngt og lítil birta kemst að þeim má alltaf prófa það sem arkitektastofan Suppose Design Office gerði í Hiroshima.

Arkitektastofan Suppose Design Office hefur hannað skemmtilegt hús með tilliti til birtu. Húsið er í Hiroshima í Japan en í götunni standa húsin þétt svo lítil birta kemst að þeim. Arkitektarnir brugðu því á það ráð að hafa veggina þannig að þeir hleyptu birtu í gegn.

Aðeins loftið og gólfin eru steypt en alls staðar annars staðar kemst birtan inn. En þrátt fyrir það sést ekki inn í húsið svo fólk þarf ekki að óttast um einkalíf sitt.

Vefsíðan Gizmodo fjallar um málið hér. 

 

 

 

 

Stikkorð: Japan  • Arkitektúr  • Hiroshima