*

Bílar 17. júní 2012

Geimskipið A8

A8 er vinsæll fyrir þjóðhöfðingja. Merkel, Berlusconi og Oddsson eiga það sameiginleg að hafa ekið um á Audi A8.

Flaggskipið frá Audi, A8, var endurbættur nýlega, bæði að innan sem utan. Bíllinn er vinsæll meðal æðstu ráðamanna í Evrópu, sérstaklega L útgáfan sem er lengri útgáfa.

A8 er aðal embættisbifreið Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en hún getur einnig valið úr Mercedes Benz S og BMW 7. 

Það vakti einnig athygli þegar Silvio Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu að hann ók að jafnaði um á A8 í stað Maserati Quattroporte sem hann hafði einnig til umráða.

Bíllinn var ráðherrabíll íslenska Davíðs Oddssonar forsætisráðherrans frá 1996-2004. Davíð keypti bílinn persónulega þegar forsætisráðherratíð hans lauk.

Bandaríska bílablaðið Motor Trend Magazine kallaði A8 alvöru geimskip fyrir skömmu vegna þess fullkomna tæknibúanaðar sem bíllinn býr yfir. Segir blaðið að búnaður bílsins hafi ekki verið til í villtustu draumum bandarísku geimferðastofnunarinnar Nasa árið 1969 þegar Neil A. Armstrong steig fæti á tunglið.

Ekki er langt að bíða að tæknibúnaður bíla eins og A8 verði svo fullkominn að þeir geti ekið sjálfir.

Nú þegar er tölvukerfið í slíkum bílum svo fullkomið að það varar ökumann við þegar hann ekur út á vegöxl, er of nærri næsta bíl á undan og hægir jafnvel sjálfkrafa á sér.

 

 

 

A8 frá upphafi

Núverandi kynslóð A8 er sú þriðja. Bíllinn kom fyrst á markað árið 1994. A8 tók við af V8 bílnum sem var fyrsti lúxusbíllinn sem Audi framleiddi í fullri stærð. Sá bíll var byggður á Audi 100 og 200, sem voru meðalstórir lúxusbílar, sambærilegir við BMW 5 og Mercedes Benz E.

Audi V8 var forveri A8 og var framleiddur árin 1988-1993. Varla er hægt að minnast á A8 án þess að minnast á V8.

Fyrsta kynslóð Audi A8. Bíllinn er árgerð 1994 (D2) og var hann framleiddur árin 1994-2002.

Audi A8L, árgerð 2005 (D2) sem var framleiddur 2002-2009.

Audi A8L (D4) hefur verið framleiddur frá 2009 en fékk andlitslyftingu (facelift) nýlega.

Stikkorð: Audi A8