*

Hitt og þetta 30. ágúst 2013

Gekk aldrei í skóla og er í dag einn ríkasti maður Singapúr

Goh Cheng Liang hefur byggt spítala og verslunarmiðstöð í Singapúr en lítið er vitað um hans einkahagi.

Goh Cheng Liang er níundi ríkasti maður Singapúr en hefur þó bara einu sinni veitt viðtal. Lítið er vitað um persónu hans en þó er vitað að hann fæddist ekki með silfurskeið í munni. 

Goh gekk aldrei í skóla. Fjölskylda hans var fátæk og hann fæddist árið 1928 í íbúð fjölskyldunnar sem samanstóð af einu herbergi. Sem drengur fór hann snemma að selja fiskinet og vann í byggingavöruverslun. Árið 1949 þegar Bretar seldu hergögn úr seinni heimstyrjöld keypti hann margar tunnur af ónýtri málningu. Hann breytti og bætti málninguna og bjó til sína eigin tegund. Ári síðar braust Kóreustríðið út og þar með mátti ekki flytja gögn til landsins. Þetta kom sér vel fyrir rekstur Goh sem græddi mikið á þessum árum.

Þar með varð veldi Goh, Nippon paint, til og á næstu árum seldi hann vöru sína um alla Asíu. Í dag er Nippon Paint selt til fimmtán landa utan Japans, starfsmenn eru 15 þúsund og verksmiðjur eru á 30 stöðum. Goh lætur til sín taka í samfélagsmálum og hefur byggt spítala, verslunarmiðstöð og styrkt rannsóknir vegna krabbameins. Forbes fjallar nánar um málið hér