*

Bílar 28. júlí 2015

General Motors framleiðir nýja Chevrolet línu

General Motors mun fjárfesta fimm milljörðum Bandaríkjadala í nýja línu af Chevrolet fjölskyldubílum.

Bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að fjárfesta fimm milljörðum Bandaríkjadala í að þróa nýja línu af Chevrolet fjölskyldubílum sérstaklega fyrir vaxandi hagkerfi, eins og til að mynda Brasilíu og Rússland. Talið er að mikill vöxtur verði hjá vaxandi mörkuðum næstu fimmtán árin og vill General Motors nýta sér það.

Bílarnir verða þróaðir með kínverska fyrirtækinu SAIC Motor. Von er á fyrstu bílunum árið 2019.

Stikkorð: General Motors  • Chevrolet  • SAIC Motor