*

Menning & listir 6. apríl 2014

George Clooney tekur upp málsstað norskra kafara

Norskir kafarar ánægðir með athyglina sem málsstaður þeirra eftir að kvikmyndaframleiðendur sýna aðstæðum þeirra áhuga.

Stórleikarinn George Clooney hefur ákveðið að endurgera norsku myndina Pioneer sem fjallar um mál norskra kafara frá upphafsárum olíuleitar þar í landi. Í frétt Guardian segir talsmaður norsku kafaranna að áhugi kvikmyndagerðarmanna hafi hjálpað málsstað þeirra mikið.

Mannréttindadómstóllinn í Strassborg dæmdi norska ríkið í lok síðasta árs sekt um að gefa köfurum ekki nægilegar upplýsingar um þær hættu sem að þeim steðjaði. Kafararnir hafa barist í fjöldamörg ár fyrir sínum réttindum og hafa farið fram á um 2,1 milljón norskra króna í skaðabætur á mann. Þess má geta að kafarnir höfðu áður tapað málinu fyrir Hæstarétti í Noregi þar sem rétturinn taldi ríkið ekki skaðabótaskylt vegna skaða sem þeir urðu fyrir í olíugeiranum.

Það er Smokehouse Pictures, framleiðslufyrirtæki Clooney og Grant Heslov sem mun framleiða endurgerðina.