
Jaguar Land Rover hefur tilkynnt að um 1.300 ný störf munu skapast til að gera fyrsta jeppann af Jaguar gerð sem nefnist Jaguar F-PACE. Þá hefur fyrirtækið fjárfest fyrir um 1,5 milljarð breskra punda og tvöfaldað starfsmannafjölda einnar verksmiðju sinnar á síðustu þremur árum. Um 30.500 manns starfa fyrir Jaguar Land Rover í Bretlandi.
Bíllinn var fyrst kynntur á Frankfurt bílasýningunni árið 2013 og er gert ráð fyrir að sala á honum hefjist árið 2016. Í samtali við BBC segir forstjóri Jaguar Land Rover í Bretlandi að bíllinn verði sparneytinn og að þess yrði gætt sérstaklega að hann yrði umhverfisvænn í akstri.
Nánar er fjallað um málið á vef BBC.