*

Bílar 30. janúar 2016

Gerbreyttur töffari

Nýlega kom ný kynslóð af Nissan X-Trail og óhætt er að segja að breytingarnar á bílnum séu miklar og til hins betra.

Róbert Róbertsson

X-Trail er orðinn flottari þótt hann haldi alveg töffarasvipnum frá eldri kynslóð. Línurnar eru nýtískulegri og sportlegri á allan hátt. Innanrýmið er talsvert breytt þar sem meira hefur verið lagt í hlutina og vandað betur til verka miðað við forverann.

Þar eru komin ýmis nútíma þægindi eins og flottur upplýsingaskjár sem hægt er að tengja við fésbókina, Google og fleira. Ég fékk til prufuaksturs Nissan XTrail í dýrustu útfærslunni sem nefnist Tekna Plus.

Um er að ræða sjö sæta jeppling með 1,6 lítra dísilvél. Í þessari dýrustu útfærslu eru ýmis aukaþægindi eins og lyklalaust aðgengi, rafdrifið ökumannsæti með mjóbaksstuðningi og rafdrifin sóllúga.

Mikill búnaður

Nýr X-Trail hefur tekið mestum breytingum í aksturs- og öryggisbúnaði. Nýi jepplingurinn er bú- inn fjarlægðarskynjara að framan og aftan, neyðarhemlunarbúnaði, akreinavara, 360 gráðu myndavélarbúnaði þegar lagt er í stæði, skynjar umferðarskilti og birtir í upplýsingaskjá, bakkmyndavél, bremsubúnaði sem heldur við í brekkum (hill start assist), stöðugleikakerfi, bakkmyndavél, blindhornsvari o.fl.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Nissan  • X-Trail