*

Hitt og þetta 13. júlí 2005

Gerrard með 11,5 milljónir á viku

Gerrard, hinn 25 ára gamli fyrirliði Liverpool, tók u-beygju þegar hann sagðist ætla að halda sig á Anfield -- aðeins klukkustundum eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að yfirgefa liðið.

Í viðtali við Liverpool Echo sagði Gerrard að síðustu 5-6 vikurnar hafi verið þær erfiðustu á hans ferli, því hann stóð í þeirri trú að klúbburinn vildi hann ekki. Eftir þessa u-beygju bauðst Gerrard til að gefa frá sér fyrirliðastöðuna en Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafnaði því boði.

"Það er rétt að hann bauðst til að gefa frá sér fyrirliðastöðuna, en ég talaði við nokkra leikmenn og vorum við allir sammála um að Gerrard ætti að vera fyrirliði áfram," sagði Benitez. "Samband okkar hefur alltaf verið gott og á ég ekki von á að það breytist þó að þetta leiðindamál hafi komið upp. Þetta var misskilningur sem gekk allt of langt."

Á föstudaginn skrifaði Gerrard undir samning til ársins 2009. Samkvæmt samningnum mun Gerrard fá 100 þúsund pund á viku en það jafngildir 11,5 milljónum íslenskra króna á viku.

Gerrard vonast til að þetta mál gleymist sem fyrst og tekur nú stefnuna á að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool. "Það er sá titill sem ég sækist mest eftir og langar mig ekki að vinna hann með öðru liði en Liverpool."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is